Podcast not found.

FM957

Podcast by FM957

Útvarp Tommi Steindórs

Tommi Steindórs - alla virka morgna á X977 frá 9-12

Tvíhöfði

Tvíhöfði er í beinni á X-977 annan hvern föstudaga. Hægt er að nálgast fleiri þætti inná tal.is/tvihofdi.

Spegilmyndin

Spegilmyndin er mannlífsþáttur um kvenheilsu, heilbrigðan lífsstíl, mataræði, hreyfingu, tískustrauma, líkamsvirðingu og fegrunar- og lýtaaðgerðir. Höfundur og þáttastjórnandi er Marín Manda Magnúsdóttir, menningarmiðlari og nútímafræðingur en framleiðandi sjónvarpsþáttanna er Orca Films. Hlaðvarp Spegilmyndarinnar lítur dagsins ljós samhliða sjónvarpsseríu 2 af Spegilmyndinni sem sýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2+ í mars og apríl 2023. Í hlaðvarpinu ræðir Marín Manda við viðmælendur sína um það helsta í heilsu og fegrunariðnaðnum á Íslandi líkt og hún gerir í sjónvarpsþáttunum. Hún skyggnist inn í ýmis áhugaverð málefni sem eru áberandi í umræðunni en viðmælendur eru af ýmsum toga. Ber þar að nefna húðlækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, heilsuráðgjafa, snyrtifræðinga, þjálfara, kvensjúkdómalækna, lýtalækna og aðra sérfræðingar sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni.

Ástríðan - Hetjur neðri deildanna

Þáttastjórnandi Ástríðunnar, Sverrir Mar Smárason, færir aðeins út kvíarnar og fær til sín í spjall hetjur úr neðri deildum karla í fótbolta sem hafa gert margt en fáir þekkja almennilega. Allir vita hverjir þeir eru en fáir þekkja þá og þeirra athyglisverðu ferla.

Grísirnir þrír

Grísirnir þrír er grínpodcast þar sem spunaleikararnir og vinirnir Gummi Fel, Geinar og Pálmi ræða allt milli himins og jarðar. Óskrifaðar reglur, eftirhermur, spurningakeppnir og framtíðin eru meðal efnis. Þeir eru allir með bakgrunn í spuna með Improv Ísland auk þess að vera meðlimir í sketsahópnum Kanarí.

Morðsál

Kristín Lea fer yfir morðmál frá aldamótum til dagsins í dag.

Pæling dagsins

Hugleiðingar Þórarins Hjartarsonar um málefni samtímans.

Stjörnuspeki – Orkugreining

Vikulegur þáttur um stjörnuspeki þar sem við komum til með að endurvekja áhuga fólks á sjálfsþekkingu. Hver ertu? Hverjir eru þínir styrkleikar og veikleikar, og hvernig getur þú unnið með þá. Þátturinn er frumfluttur á Bylgjunni klukkan 21:00 á sunnudagskvöldum og kemur svo inn á streymisveitur á mánudögum klukkan 15:00

Gula Spjaldið

Leikmenn að tala um leikinn.

Ósýnilega fólkið

Hver eru þau þessi olnbogabörn sem alltaf er verið að fjalla um, tala um en við heyrum sjaldnast í sjálfu? Ósýnilega fólkið er viðtalsþáttur Frosta Logasonar en þar ræðir hann við fólk sem glímir við áskoranir sem flesta hryllir við: Fíknivanda og heimilisleysi. Andstreymið sem þetta fólk hefur mátt mæta felur meðal annars í sér fordóma og skilningsleysi.

Boltinn lýgur ekki

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

Einkalífið

Einkalífið eru þættir á Vísi þar sem rætt er við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Hvort sem um er að ræða leikara, tónlistarfólk, afreksfólk í íþróttum, samfélagsmiðlastjörnur eða stjórnmálamenn, þá eru öll velkomin. Þáttastjórnendur eru Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson.

Syndaselir

Veitingavinirnir Danni og Svenni fyrir vikulega yfir veitingasenu Reykjavíkur. Stundum góður gestur en alltaf drykkur.

Jákastið

Jákastið er hlaðvarp þar sem hlustendur kynnast jákvæðum og drífandi einstaklingum enn betur. Jákastið snýst um jákvæðni, valdeflingu, heiðarleika og hugrekki. Þú ert frábær! Ást og friður. Þátturinn er í boði: Sjóvá https://www.sjova.is/ Egils Kristall, Pizza Popolare https://www.pizzapopolare.is/ og KS Protect.

Körfuboltakvöld Extra

Körfuboltakvöld Extra er léttur og skemmtilegur spjallþáttur þar sem Stefán Árni og Tómas Steindórsson fara yfir allt það helsta innan og utanvallar. Skemmtilegir gestir kíkja í heimsókn og hitað verður upp fyrir hverja umferð í Subway deildinni.

Pallborðið

Viðtalsþáttur á Vísi þar sem kafað er í mál í brennidepli.

Rammi fyrir ramma

Hlaðvarpsþættir þar sem kafað er ofaní heimildarþáttaröðina Grindavík og hverjum og einum þætti gerð góð skil.

Kompás

Fréttaskýringaþáttur þar sem kafað er dýpra í málefni líðandi stundar.

Besta sætið

Besta sætið er hlaðvarp íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Þar er fjallað um allt sem skiptir máli í íþróttaheiminum.

Brodies Hlaðvarp

4 gaurar með hjálm.

Útkall

Óttar Sveinsson stýrir þáttunum Útkall á Vísi þar sem hann ræðir við söguhetjur úr Útkallsbókunum. Þættirnir eru framleiddir af kvikmyndagerðarmanninum Heiðari Aðalbjörnssyni. Hægt er að horfa á þættina á Vísi.

Djúpið

Djúpið er á dagskrá X-ins 977 alla fimmtudaga á milli kl. 14 og 16. Stjórnendur eru Sigurjón Kjartansson og Aðalbjörn Tryggvason.

Eftirmál

Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.

Danni Baróns

Danni á X-inu tekur viðtöl við mannfólk.

Daldónar

Daldónar rannsaka íkonísk augnablik úr samfélaginu. Þeir vinna hljóðræna morgunþætti úr málefnum sem birst hafa á öldum ljósvakans. Hið hljóðræna umbreytist þannig með tali og pælingum; lifandi augnablikin breytast í drauma. Þannig mætist tal og pælingar, hið hljóðræna og hið organíska í gáskafullri hugleiðingu um skilin milli raunveruleika og samfélags, grimmdar og rómantíkur. Þáttastjórnendur: Arnar Darri og Danni Baróns

Skuggavaldið

Í Skuggavaldinu ræða prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. Samfara örum samfélagsbreytingum hefur samsæriskenningum hratt vaxið fiskur um hrygg, svo sem í kjölfar Brexit, stjórnartíðar Donalds Trump og COVID-faraldursins. Samsæriskenningar eru þó ekki nýjar af nálinni, heldur hafa þær fylgt manninum frá öndverðu og nærast á þörf til að greina hulið skipulag í óreiðu. Framleitt af Tal.

Bar­áttan um Banda­ríkin

Baráttan um Bandaríkin eru þættir um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hólmfríður Gísladóttir fer yfir atburðarásina, nýjustu kannanir og greiningar á stöðunni. Í hvern þátt fær hún til sín sérfræðing til að meta þetta með sér og greina.

Samtalið með Heimi Má

Samtalið með Heimi Má er þáttur um þjóðfélagsmál í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Snarpur þáttur þar sem forystufólk á öllum sviðum samfélagsins mætir og ræðir málin í þaula.

GAZið

GAZið er frjáls og flæðandi íþróttatengdur þáttur með áherslu á körfubolta. Þó getur þátturinn tekið óvænta stefnu hvenær sem er því þú stjórnar ekki gasinu, það stjórnar þér.

Hlaðvarp Körfuboltakvölds

Körfuboltakvöld stækkar bara og stækkar og hér erum við komin í hlaðvarps form. Í vetur ætla þeir Hörður Unnsteinsson og Heiðar Snær Magnússon að gera upp alla leiki hverrar umferðar í Bónus deild karla og kvenna ásamt góðum gestum.

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

Heilsa og forvarnir gegn sjúkdómum hafa lengi verið okkur hjartans mál. Þrátt fyrir að líftími fólks hafi lengst undanfarna áratugi, hefur fjöldi heilbrigðra æviára dregist saman. Við erum lengur veik með skertum lífsgæðum og lyfjanotkunin ein sú mesta í heiminum. Getur það talist eðlilegt að flestir séu sjúkir á einhvern hátt? Lítum í kringum okkur, þekkjum við einhverja fjölskyldu þar sem ekki eru einhver veikindi á ferðinni? Getur það verið eðlilegt að með hverju ári aukist fjöldi þeirra sem fær sykursýki, krabbamein, Alzheimers-sjúkdóm, Parkinsonsveiki og sjálfsofnæmissjúkdóma eins og Multiple Schlerosis, gigtarsjúkdóma, Chrons-sjúkdóm, skjaldkirtilssjúkdóma og aðra bólgusjúkdóma? Er eðlilegt að á hverju ári deyi mörg hundruð manns af völdum hjarta- og æðasjúkdóma? Og er eðlilegt að við tökum inn lyf fyrir milljarða til að halda niðri einkennum þessara sjúkdóma en ekki að takast á við orsakirnar og lækna þá? Þessir sjúkdómar sem við nefnum hér hafa verið kallaðir lífsstílssjúkdómar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þeir þekktust varla fyrr en á 20. öld og ef þeir þekktust þá var það í mun minni mæli en á okkar tímum. Þessi sjúkdómar fara nú fremstir í flokki sem orsakir dauðsfalla í heiminum en um 70 prósent dauðsfalla á heimsvísu stafa af þeim. Á Íslandi er hlutfallið um 90%. Hvernig getum við snúið þessari þróun við og stutt líkamann í að viðhalda heilbrigði ævina út? Það er ótrúlega góð tilfinning að vita að maður sjálfur getur haft áhrif á heilsu sína – að maður sé ekki bara eins og korktappi úti á rúmsjó sem hefur ekkert að segja um það hvert ferðinni er heitið. Að maður getur virkilega haft áhrif á það hvort maður veikist eða ekki. Við sækjumst flest eftir aukinni vellíðan, orku, heilbrigðu útliti og síðast en ekki síst að geta verið við góða heilsu með börnum okkar og barnabörnum eins lengi og kostur er. Þess vegna skiptir máli að huga að lífsstílnum. Í þáttunum ætlum við að bjóða upp á fjölbreyttar og fræðandi umræður um allt sem tengist heilsu og heilbrigði, kafa djúpt í heilsutengd málefni og heilbrigðiskerfið og spyrja gagnrýnna spurninga. Við fáum til okkar áhugaverða gesti og sérfræðinga úr heilsugeiranum, auk fólks sem hefur fetað óhefðbundnar leiðir til að takast á við veikindi og sjúkdóma. Áhrifaþættir á heilsu eru svo fjölmargir og af nógu að taka. Markmiðið er að valdefla okkur og fræðast til heilsueflingar! Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar!  Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir  - styður fólk til betri heilsu  Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna  Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni

Viltu finna milljón?

Viltu finna milljón eru fjármála- og fræðsluþættir á Stöð 2. Þáttarstjórnendur eru Hrefna og Arnar Þór Ólafsson.