#121 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
Framundan eru Alþingiskosningar og Spekingar halda áfram að bjóða fulltrúum flokka í spjall.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skipar 2. sæti lista Pírata í Reykjavík suður. Arndís Anna er lögmaður með viðbótarmaster í mannréttindum og Evrópusambandinu auk doktorsnáms í mannréttindum. Mannréttindi eru henni hugleikin og hefur hún starfað um árabil í málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Gangi allt upp, heldur hún þingsæti innan fjölskyldunnar en bróðir hennar Helgi Hrafn Gunnarsson býður sig ekki fram í komandi kosningum.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Gull Lite.
Create your
podcast in
minutes
It is Free