Lenya Rún Taha Karim er 21 árs, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, er yngsti þingmaður sögunnar til að ná kjöri. Það varði reyndar bara í 9 klukkutíma þar sem einhver skandall átti sér stað við talningu konsninga. Lenya er fædd og uppalin á Ísland og er núna í lögfræði. hún verður fyrir rasisma vegna þess að hún er brún á hörund. Foreldrar hennar eru frá Kúrdistan en Lenya fæddist hér eftir að þau fluttust til Íslands. Hún hefur fengið ótal misgáfuleg nafnlaus skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem hún er minnt að hún sé brúnni en margir. Við ræddum aðeins um þau málefni sem hún brennur fyrir og má segja að Lenya sé algjörlega ómissandi inn á þing.
Þátturinn er í boði:
https://omnom.is/
view more