Helena Hilmars kærði barnsföður sinn fyrir líkamsárás, heimilsofbeldi, eignaspjöll og umsáturseinelti. Málið kærði hún í febrúar í fyrra og fer að líða að því að málið fyrnist hjá lögreglu, en svona mál fyrnast innan tveggja ára. Síðustu ár hafa verið hreint helvíti fyrir Helenu og þarf hún ennþá að deila forsjá með barnsföður sínum. Einnig er verið að setja sprengiefni á bílinn hennar til þess að eyðileggja hann. Hvernig getur það tekið hátt í tvö ár að kalla hinn kærða inn í skýrslutöku, hvernig getur það verið ásættanlegt að senda tveggja ára gamalt barn til manns sem beitti mann ofbeldi í mörg ár? Ætti sá sem beitir barnsmóðir sína ofbeldi, fyrir framan barnið sitt, ekki að vera jafn líklegur til þess að beita barn ofbeldi?
Þátturinn er í boði:
https://omnom.is/
view more