Einar Guðmundsson er gestur hlaðvarpsins að þessu sinni. Einar hefur nánast allan sinn starfsaldur unnið að forvörnum, þó mest er snýr að umferðarmálum ýmiskonar. Starfaði lengi hjá Sjóvá og hefur síðustu árin verið hjá EIMSKIP, auk þess sem forvarnarmálin eru líka hans áhugamál,td verið í stjórn Brautarinnar sem á og rekur Veltibílinn. Einar fer stuttlega yfir sögu sína og við hefðum farið létt með það að tala í marga klukkutíma um áhuga hans og dugnað í þessum málum. Takk fyrir Einar að gefa þér tíma í spjall.
Create your
podcast in
minutes
It is Free