Enski boltinn snýr aftur á nýju ári og var umferðin um liðna helgi gerð upp í dag. Átta leikir fóru fram en tveimur leikjum var frestað vegna smita.
Það var Fylkisþema í þættinum því þeir Egill Sigfússon og Kristján Gylfi Guðmundsson voru gestir Sæbjarnar Steinke - báðir gestirnir þjálfarar hjá Fylki.
Farið var yfir vafaatriðin í leik Arsenal og Manchester City, önnur stór atvik umferðarinnar og rýnt í stórleik Chelsea og Liverpool.
Þeir Egill og Krissi eru báðir Man Utd menn og var farið í leik liðsins gegn Wolves og hvað þarf að gera til að breyta gengi liðsins. Hvaða leikmenn á Newcastle að kaupa, David Moyes og margt fleira.
Þátturinn er í boði Dominos.
view more