Hún opnar sig um ástandið heima hjá sér og hvernig það er að eiga mömmu sem er Narcissistic. Þeir sem þjást af narsisískri persónuleikaröskun eru yfirleitt ekki færir um að hafa samúð með tilfinningum annara. Hún talar um hvernig allt snérist um ímyndina heima fyrir og byrjaði þetta þegar hún var mjög ung. Áður en hún var lögráða að þá var mamma hennar farin að segja við hana að það væri betra fyrir alla ef hún myndi bara deyja, að hún væri alltof feit, að hún gæti ekki niður og eyddi mestum tíma í að brjóta hana niður. Einu hrósin sem hún fékk var þegar hún missti kíló. Hún vill vekja athygli á þessu djúpstæða ofbeldi og hvernig áhrif þetta getur haft, og talar hún um að hafa verið komin svo langt niður að henni langaði ekki til þess að lifa lengur. Foreldrar geta verið óþolandi strangir, stjórnandi, ofverndandi eða ósanngjörn. Það þarf hinsvegar að lesa á milli línanna og gera grein fyrir að sumar gjörðir fara langt yfir strikið og falla inn á svið tilfinningalegrar, munnlegrar og líkamlegrar misnotkunar. Það er ekki ekki hægt að réttlæta það sem “ást” eða líta svo á að þða komi frá ást og umhyggju, þetta er ofbeldi og misnotkun.
Create your
podcast in
minutes
It is Free