Gestur okkar að þessu sinni er Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir kírópraktor. Hrefna Sylvía sérhæfir sig í ákveðinni tækni innan kírópraktík sem nefnis Cox tækni, en það er mýkri meðferð og er ólík þeim hnykkingum sem fólk kannast mögulega við.
Í spjalli okkar tölum við um ýmislegt sem ber að huga að varðandi stoðkerfið og heilsu almennt, til dæmis mikilvægi þess að standa upp reglulega og hreyfa sig. Eins og Hrefna segir í spjalli okkar þá er 3x meira álag á mjóbakið þegar við sitjum en þegar við stöndum.
Við tölum einnig um mikilvægi hreyfingar og þess að gera æfingar rétt. Við æfingar er mikilvægt að beita líkamanum rétt til að skapist æskilegt álag á líkamann og þannig fáum við mest út úr æfingunni og með því drögum við einnig úr líkum á meiðslum og öðrum kvillum. Við tölum einmitt um speglana í líkamsræktarsalnum, sumir halda að þetta sé bara til að skoða byssurnar eða annað, en aðaltilgangur með þeim er að við sjáum hvernig líkamsbeitingin okkar er og gerum æfingar réttar en ella.
Styrktaraðilli þáttarins er RB Rúm - rbrum.is
view more