Ég var að ræða við félaga mína um daginn um áhugaverð efni til að fjalla um fyrir Þú veist betur og einn þeirra spurði beint út, fæðubótarefni, er þetta allt bara kjaftæði? Ég tók hann á orðinu og byrjaði að íhuga hvernig væri best að nálgast þetta efni. Sem við fyrstu sýn virðist kannski frekar einfalt, en er það svo í raun alls ekki. Það er oft óljóst hvað átt er við, og eins og mun koma í ljós síðar er margt sem fellur undir þennan fæðubótar hatt. Ég fékk til mín Ingibjörgu Gunnarsdóttur til að fara yfir málin með mér.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
view more