Bjarni Mark Duffield er staddur á Íslandi í stuttu fríi þar sem ekki var spilað í norsku B-deildinni um helgina. Sæbjörn Steinke fékk Bjarna í spjall sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Bjarni er leikmaður Start í Noregi en hann söðlaði um og gekk í raðir félagsins eftir nokkur í ár í Svíþjóð þar á undan.
Hann er Siglfirðingur sem skipti yfir í KA þegar hann komst nálægt meistaraflokksaldri og lék með KA í efstu deild tímabilið 2018. Síðan hafði hann verið í Svíþjóð þangað til á þessu ári þegar hann fékk símtalið frá Start.
Bjarni fer yfir skiptin í Start, nýja leikstöðu, fyrstu mánuðina í Start, spjallið sem hann átti við Túfa, landsliðið og ýmislegt fleira á rúmum tuttugu mínútum.
view more