Það er alveg ljóst að öll verðum við einhvernveginn til. Þá er ég ekki að tala um býflugur og blómin, eða þegar tveir einstaklingar elska hvort annað og úr verður barn. Það getur auðvitað spilað stóra rullu en stærstu rulluna spilar náttúruna sjálf og þróun sem hefur átt sér stað í mörg þúsund ár. Ferlið er flókið og svo magnað að það er í raun lygilegt, eða það var að minnsta kosti það sem mig grunaði og fékk ég til mín Sigríði Rut Franzdóttur til að fara yfir ferlið með okkur. Þess má geta að þátturinn var ekki hugsaður sem innlegg í þá heitu umræðu sem á sér stað þess dagana varðandi fóstureyðingar heldur bara yfirferð yfir þetta magnaða ferli. Það er hinsvegar eitt sem er fínt að minnast á, það er ekki hlutverk karla að setja lög á líkama kvenna.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
view more