Nú veit ég ekki hvað klukkan er hjá þér hlustandi góður, þátturinn er á dagskrá Rásar 2 kl 8 á sunnudagsmorgni og ég veit þó fyrir víst að þá er vín kannski ekki ofarlega í huga. En þó ég hafi aldrei ?fattað? þetta fyrirbæri þá er deginum ljósara að vín hefur verið partur af samfélagi manna lengi, hvort sem við drekkum það eða ekki. Það er líka mikilvægt að skilgreina strax um hvað ræðir, hér á ég ekki við áfengi yfir höfuð, heldur rauðvín, hvítvín, allt þetta. Ég var forvitinn um hvar það hefði orðið til, hvernig það er gert og kannski sérstaklega allar þessar týpur sem við heyrum meira um í dag og hvað það þýðir fyrir framtíðina. Ég fékk til mín Dominique Pledel til að ræða þetta allt við mig og það kom svo mikið upp úr hattinum að vínið dreifist yfir tvo þætti.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
view more