Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Helga segir óreglu hafa verið á heimili sínu þegar hún var ung en foreldrar hennar skilja þegar hún var 5 ára. Faðir Helgu byrjar með annari konu “Það var mikil neysla inná heimilinu en þetta var ekki þetta týpíska neyslu lífernið, þú veist.. þau voru rosalega góð” segir Helga og bætir við að fólk hafi oft ákveðna mynd af fólki sem eru alkahólistar. Móðir Helgu kemur út úr skápnum þegar Helgar er átta ára “Mér var alveg sama en krakkarnir í skólanum voru alltaf að spurja mig hvort mamma mín væri lessa og hvort pabbi minn væri þá hommi líka” segir hún og bætir við að á þessum tíma hafi þetta þótt mjög skrítið. “Ég tók bara upp þessa grímu, ég ætla að vera töffari af því að ég ætla ekki að leyfa neinum að sjá hvað ég er brotin” segir Helga og bætir við að hún hafi í kjölfarið farið í fóstur. Helga ræðir tímabilið sem hún leiddist út í neyslu en hún prófaði áfengi fyrst þegar hún var tólf ára og síðan gras “Það er alltaf talað um þessa krakka sem verða fyrir hópþrýstingi og byrja þannig í neyslu en ég var þessi hópþrýstingur” segir hún í þættinum. “Það fylgir þessu svo mikið kæruleysi og þegar þú nærð að bæla tilfinningar með einhverju efni að þá fór ég bara að hugsa hvað næsta efni gæti gert fyrir mig” segir Helga og bætir við að henni hafi verið alveg sama á þessu tíma. Helga talar um í þættinum að boltinn hafi fyrst byrjað að rúlla þegar hún prófað e-pillu í fyrsta skiptið. Helga segir tímana hafa breyst mikið og á þeim tíma hafi hún mesta lagi notast við Myspace síður. “Þú gast ekkert farið inná fullt af síðum og fundið fullt af númerum” segir Helga og bætir við að miklu erfiðara hafi verið að ná sér í efni. “Ég man þegar ég prófaði róandi fyrst, pabbi gefur mér róandi og þá heldur bara boltinn áfram að rúlla” segir Helga og bætir við að pabbi hennar hafi fallið frá stuttu seinna og þá hafi tekið við mjög harkaleg neysla. Helga verður ólétt af elsta barninu sínu sautján ára og verður þá edrú á meðan meðgöngunni stendur. Helga fellur stuttu eftir að hún á barnið en skráir sig fljótt í meðferð. “Það tekur smá tíma að komast inn og ég tók ákvörðun um fara bara alla leið í neyslu og byrjaði þá að nota efni í æð til þess að klára mig” segir Helga í þættinum og bætir við að mamma hennar hafi tekið barnið á meðan.
Create your
podcast in
minutes
It is Free