Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, setti sér það markmið þegar hún var barnshafandi á síðasta ári að spila fyrir Ísland á Evrópumótinu.
Hún er núna mætt ári síðar til Þýskalands þar sem hún hefur tekið þátt í undirbúningi fyrir mótið.
Það eru núna fimm dagar í fyrsta leik Íslands á mótinu og settist fyrirliðinn niður með fréttamanni Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Þýskalandi núna rétt áðan.
Sara, sem er einhver mesti sigurvegari sem Ísland hefur átt, ræddi um ýmislegt - meðal annars hvernig sonur hennar hefur breytt lífinu - í góðu spjalli.
view more