Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta í boltanum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Það eru sviptingar og spenna í harðri fallbaráttu Bestu deildarinnar. Eiður Smári steig til hliðar og Siggi Höskulds tekst á við nýjar áskorarnir eftir tímabilið. Sérfræðingur þáttarins, Rafn Markús Vilbergsson, spáir í spilin fyrir sex stiga fallbaráttuslag FH og Leiknis.
Enski boltinn. Stórleikur helgarinnar er viðureign Arsenal og Liverpool. Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur um enska boltann, er á línunni. Hann ræðir meðal annars um Erling Haaland.
Þá fer Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson yfir möguleika íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti á HM næsta þriðjudag.
view more