Nú veit ég ekki hvar fólk hlustar á þú veist betur en það er líklegt að einhver séu á leið eitthvert í bíl. Eða á hjóli. Mögulega flugvél. Kannski er verið að keyra einhvern um í hjólbörum, hvað veit ég. En ég veit þó að án dekkja kæmumst við ekki neitt. Þessi uppfinning olli straumhvörfum í okkar daglega amstri og við könnumst öll við máltækið að það þurfi ekki að finna upp hjólið upp á nýtt. En þó við pælum ekki mikið í þeim fannst mér mikilvægt og mjög áhugavert að athuga aðeins meira. Ég fékk til mín Björn Kristjánsson sem veit meira um dekk en ég í raun hélt að væri hægt að vita.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
view more