HM er farið á fulla ferð og við hringborðið er farið yfir allt það helsta sem hefur gerst á mótinu til þessa. Elvar Geir og Sæbjörn Steinke ræða mótið með góðum gesti.
Sérfræðingur þáttarins er Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins. Davíð starfaði sem leikgreinandi hjá íslenska landsliðinu á HM 2018.
Meðal efnis: Heimsmeistararnir byrja á sigri, óvæntustu úrslit HM sögunnar, Danir ekkert spes, England byrjar á markaflóði, Ronaldo rifti við Man Utd og íslenska U21 liðið vann Skota.
view more