Þá er fjórum riðlum á HM í Katar lokið. Tveir riðlar kláruðust í dag og vantaði ekki dramatíkina í þá fjóra leiki sem voru spilaðir.
Danir eru farnir heim, Frakkar töpuðu óvænt, Messi og félagar kláruðu sitt og það gerðist næstum því að lið færi áfram á háttvísisstigum.
Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke fara yfir leiki dagsins í HM hringborðinu ásamt því að ræða við góða gesti.
Hringt er til Danmerkur þar sem er rætt við Frey Alexandersson, þjálfara Lyngby, um ófarir danska liðsins og svo var hringt til Katar þar sem spjallað er við fjölmiðlamanninn Kristin Pál Teitsson um það hvernig er að vera á mótinu sem áhorfandi.
view more