Það er boðið upp á veisluþátt af Enski boltinn hlaðvarpinu á þessum ágæta föstudegi.
Byrjað er á því að hringja í Þorkel Mána Pétursson, stuðningsmann Leeds. Hann fer vel yfir málin hjá sínum mönnum en hann er ekki sáttur með allt sem hefur verið í gangi þar. Leeds gerði 2-2 jafntefli gegn Manchester United í miðri viku og er farið vel yfir þann leik í þættinum.
Svo er hringt í Magnús Ingvason, stuðningsmann Manchester City. Hann er rólegur yfir stöðu mála þó enska úrvalsdeildin hafi ákveðið að kæra City fyrir brot á fjármálareglum á dögunum. Getur Man City náð Arsenal í titilbaráttunni?
Þá er farið yfir næstu umferð í deildinni sem hefst á morgun en það eru margir áhugaverðir leikir framundan.
view more