Páll Ragnar Pálsson tónskáld, er nýkominn heim frá París þar sem hann var við upptökur á kammerverkinu Lamenta. Það var franska ríkisútvarpið, Radio France, sem pantaði hjá honum verkið eftir að hann hlaut fyrstu verðlaun á alþljóðlega tónskáldaþinginu Rostrum. Við heyrum meira af því ævintýri í þætti dagsins. "Það þarf ekki bara eitthvað eitt leikhúsverk, það þarf mörg leikhúsverk, það þarf margar bækur, margar bíómyndir. Það eru svo ótal margir vinklar og margt sem þarf að skoða, margt sem er óþægilegt og margt erfitt," segir Eva Rún Snorradóttir, sviðshöfundur, en í verkinu Góða ferð inn í gömul sár, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, freistar hún þess að gera upp HIV faraldurinn á Íslandi með heimilda- og þátttökuleikúsi. Við hittum Evu Rún og fáum að vita meira. Og í dag fáum við pistil frá Freyju Þórsdóttur, heimspekingi, sem steig hér á stokk með sinn fyrsta pistil fyrir 2 vikum síðan og verður hér með okkur fram á vorið. Í dag Freyja fjallar í dag um leiki lífsins og mýkt sem styrk. Í því samhengi skoðar hún m.a. hvaða hvernig auglýsingar stórfyrirtækja geta endurspeglað úreltar hugmyndir um náttúruna, og hvaða áhrif það getur haft þegar umhyggja er ekki metin að verðleikum í samfélagi. Þjáist heimurinn mögulega af lífshættulegum umhyggjuskorti? Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
view more