Emil Pálsson þurfti að leggja skóna á hilluna í fyrra eftir að hafa farið í hjartastopp á æfingu með FH. Þetta var í annað sinn á stuttum tíma þar sem Emil fór í hjartastopp í fótbolta.
Emil mætti í dag á skrifstofu Fótbolta.net, fór yfir feril sinn og hvernig hann endaði.
„Þetta fer eftir því hvernig maður horfir á hlutina. Ég þurfti að horfa á þetta þannig að ég væri að velja á milli þess að vera á lífi eða að vera í fótbolta. Það er mjög auðvelt val, ég tek það að vera á lífi," segir Emil í spjallinu.
Hann er núna byrjaður að þjálfa hjá FH og stefnir á að ná langt í þeim bransa.
view more