Sævar Atli Magnússon fékk að vita á mánudaginn að hann yrði í landsliðshópnum fyrir komandi landsleiki í undankeppni EM.
Þetta er í fyrsta sinn sem Sævar er í A-landsliðshóp þegar um keppnisleiki er að ræða, en hann spilaði sína fyrstu landsleiki í janúar. Hann var þá kallaður inn í hópinn eftir að upprunalegi hópurinn hafði verið tilkynntur.
Hann hefur að undanförnu spilað vel í Danmörku, skoraði tvö mörk í sigri Lyngby gegn Midtjylland um liðna helgi. Lyngby rær lífróður í baráttunni um að halda sæti sínu í efstu deild og sigurinn á sunnudag því gífurlega mikilvægur.
Sævar ræddi við Fótbolta.net í dag, ræddi um landsliðið og Lyngby.
view more