Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir
Arts:Performing Arts
Til hlítar | S01E04 | Verkfræðingur rekur dómsmál
Árið 2009 ákvað Ingimar Hansson að höfða dómsmál gegn erlendu fyrirtæki til innheimtu ógreiddra reikninga. Það sem í fyrstu virtist einfalt innheimtumál snerist fljótt upp í deilur um gildi sönnunargagna. Kostnaðurinn jókst og þótt Ingimar sé ólöglærður ákvað hann að spara lögmannskostnað og reka dómsmálið sjálfur. Ingimar hefur nú gefið út bókina "Réttlæti hins sterka" þar sem hann greinir rekstur dómsmáls út frá sjónarhorni ólöglærðs borgara. Í þættinum til Hlítar segir Ingimar frá reynslu sinni af dómskerfinu, sem hann telur langt frá því að vera lítilmagnanum vinsamlegt.
Hægt er að horfa og hlusta á þáttinn í fullri lengd með því að kaupa áskrift að öllum þáttum Til hlítar, ásamt fleiri þáttum, inni á brotkast.is fyrir aðeins 1.669 kr. á mánuði.
Create your
podcast in
minutes
It is Free