Í þættinum forvitnumst við um flugvélar, sögu þeirra, hver var fyrstur til að fljúga, hvernig þær virka og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi flugsamgöngur. Ef þú hefur einhvertíman setið í flugvél, hugsanlega stressaður eða stressuð, hugsandi um hvernig í ósköpunum þú samþykktir að ferðast í einhverju fyrirbæri sem þú skilur ekki gæti verið góð hugmynd að hlusta. Matthías Sveinbjörnsson verkfræðingur, flugmaður og okkar sérfræðingur um flugvélar fer yfir þetta allt saman með mér og útskýrir hvernig við tökumst á loft.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
view more