Umfjöllunarefni þáttarins í þetta skiptið eru umferðaljós, fyrirbæri sem hefur líklegast áhrif á líf okkar allra, að minnsta kosti flestra, hvort sem við erum akandi eða ferðumst með öðrum leiðum. Grétar Þór Ævarsson kom í heimsókn en hann vinnur hjá Reykjavíkurborg á samskiptasviði og er líklegast sá aðili á landinu sem veit hvað mest um málið. Ef þið hafið einhvertíman verið stopp á rauðu ljósi og pirrast yfir því hvað það tekur langan tíma að koma grænt, sem á líklegast við um okkur flest, er þetta þáttur sem þið megið ekki láta framhjá ykkur fara.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
view more