Þvottahúsið og Alkastið b%$#es
Society & Culture
Þvottahúsið#101 Vísindamaðurinn Egill S. færir okkur ZIM
Eftir fjögura mánaða þunglyndi, kulnum, covid, þráhyggju og myrkur er Þvottahúsið snúið aftur. Það má með sönnu segja að bræðurnir Gunnar og Davíð Wiium hafi lagst undir feld af gefnum forsendum og snúið tvíefldir til baka en með nýjar stefnur og áherslur sem verða stöðugt kynntar aftur og aftur eftir því sem þær breytast.
Nýjasti gestur bræðrana er engin annar en vísindamaðurinn Egill Sæbjörnsson sem hefur verið búsettur í Berlín í ein tuttugu ár þar sem hann hefur starfað við sín vísindastörf tvinnuð í opnu flæði listsköpunar. Egill hefur komið til þeirra bræðra áður í Þvottahúsið, hann kom í þátt nr 34 sem tónlistar og listamaðurinn Egill S. og svo í þátt nr 95 sem Egill S. hin óáræðanlegi.
Nú er hins vegar allt annað upp á teningnum, Egill er svo langt frá því að vera óáræðanlegur í þetta skiptið enda eru engum vettlingartökum beitt í þættinum þar sem þeir kryfja mál sem snýr að grundvallarhugmyndum mannsins um sjálfan sig, tilgang sinn og örlög. Hver erum við og hvert erum við að fara, hvaðan erum við að koma og átti það sér stað einhverjum byrjun og er það einhver endir?
Create your
podcast in
minutes
It is Free