Framundan hjá Breiðabliki er riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrst er þó heimaleikur í Bestu deildinni gegn FH á sunnudag.
Sá leikur var fyrst settur á morgundaginn (laugardag) en sökum veðurs var hann færður fram á sunnudag.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Sæbjörn Steinke um komandi átök, stöðuna á hópnum, möguleikann á styrkingu og Laugardalsvöll.
Hann ræðir einnig um ferðalagið til Ísraels, æfingaleiki eftir að Íslandsmótinu lýkur og svo leik Íslands gegn Bosníu sem fram fór á mánudagskvöld. Í þeim leik byrjaði sonur hans, Orri Steinn, sinn fyrsta landsleik.
view more