Við kynnumst starfsemi Grænna skáta, þið kannist kannski við flöskugáma þeim merktum, starfsemin er umfangsmikil, tvær móttökustöðvar, þrjátíu starfsmenn flestir með skerta starfsgetu og milljónir dósa, að sjálfsögðu - þetta er ógurlegt umstang en fer langt með að fjármagna skátastarf á Íslandi. Við ræðum við Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóra, Júlíus Aðalsteinsson, rekstrarstjóra og fleiri. VIð ræðum við Auði Ottesen á Selfossi. Hún er garðyrkjufræðingur og smiður og formaður samtakanna Umhverfi og vellíðan. Auður ætlar að segja okkur frá áhugaverðu verkefni sem snýr að lóðum fjölbýlishúsa. Möguleikum á matjurtaræktun við fjölbýlishús og rannsóknir sem tengjast þeim. Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall.
view more