Kastljós fjölmiðla beinist um þessar mundir að bókamessunni í Frankfurt. Fjölmargir rithöfundar og útgefendur víðsvegar að saka aðstandendur messunnar um að þagga niður í palestínskum röddum, en athöfn sem verðlauna átti palestínska höfundinum Adaniu Shibli var tekin af dagskránni vegna atburða síðustu daga í Ísrael og Palestínu. Yfir 600 höfundar og útgefendur hafa nú sett nafn sitt undir bréf sem gagnrýnir aðstandendur bókamessunnar og bókmenntaverðlaunanna LiBeraturpreis. Við veltum þessu fyrir okkur í þætti dagsins með Kristjáni B. Jónassyni bókaútgefanda og palestínska skáldinu Mazen Maarouf. Einnig heyrum við af 17.aldar tónskáldinu Barböru Strozzi sem var hyllt sem ein af bestu söngkonum og afkastamestu tónskáldum síns tíma og af listahátíðinni Sequences sem hófst með pompi og prakt síðastliðinn föstudag.
view more