Í þætti dagsins fjöllum við um hvernig það er að verða opinberlega niðurlægður, að vera aðhlátursefni í fjölmiðlum eða bara lenda í hakkavélinni.
Sá sem stendur einn í miðjum fjölmiðlastormi, gleymir því seint. Viðmælandi okkar heitir Auðun Georg Ólafsson, sem hefur ekki þorað að segja nafnið sitt upphátt í 18 ár. Slík var skömm hans yfir fárinu sem hann lenti í eftir að hafa sótt um starf fréttastjóra hjá ríkisútvarpinu. Þóra Tómasdóttir ræddi vð Auðun Georg.
view more