Það hefur ekki farið framhjá mörgum að konur og kvár leggja niður störf í dag. Tugir samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa að verkfallinu. Þar á meðal eru Stígamót og fyrir hönd þeirra er Drífa Snædal í framkvæmdastjórn Kvennaverkfallsins. Við hringdum í Drífu sem var að gera sig klára fyrir stóran útifund við Arnarhól. Kynbundinn launamunur verður þar í forgrunni og ólaunuð störf kvenna, en einnig baráttan gegn kynbundnu ofbeldi. Við hringjum líka langlínusímtal til Himalaya-fjallanna. Þar er Tómas Guðbjartsson skurðlæknir að venjast loftinu í nærri fimm þúsund metra hæð áður en hann heldur á tind fjallsins Imja Tse. Hann segir okkur frá því og læknastörfum í 5000 metra hæð. Við fáum svo pistil frá Páli Líndal umhverfisálfræðingi.
view more