Gummi og Steinke halda utan um stjórnartaumana í Enski boltinn hlaðvarpinu að venju en með þeim í dag er sannkallaður heiðursgestur, Gunnar Sigurðarson.
Rætt er aðallega við Gunnar, sem er gallharður Ipswich maður, um hans heittelskaða félag.
Ipswich hefur verið að gera frábæra hluti í Championship-deildinni og er liðið sem stendur í öðru sæti með gott forskot á liðin fyrir neðan.
Ipswich komst upp úr C-deildinni á síðasta tímabili en Kieran McKenna, fyrrum aðstoðarmaður Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, hefur verið að vinna frábært starf hjá félaginu.
view more