Víðsjá ferðast til Ísafjarðar í þætti dagsins og kannar þar sköpunarkraft Vestfjarða. Við förum á rúntinn með Vaidu Braziunaite og Björgu Sveinbjörnsdóttur hjá Hversdagssafninu, lítum í heimsókn til Inga Björns Guðnasonar, safnstjóra á Menningarsetursins á Hrafnseyri, göngum um bæinn með rithöfundinum Eiríki Erni Norðdahl og hittum skáldið og útgefandan Helen Cova á bókasafninu. Tónlistin sem heyrist í þættinum er öll ættuð frá Vestfjörðum (Mugison, Grafík, Salóme Katrín og K.Óla, Villi Valli, Between Mountains, Skúli Mennski). Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir
view more