Það er óhætt að segja að þrýst sé á Rúv um að sniðganga Júróvisjón á næsta ári. Stjórnendur stofnunarinnar hafa fengið fjölda tölvupósta þar sem farið er fram á að RÚV hætti við þátttöku í keppninni eða krefjist þess að Ísraelum verði vikið úr henni. Um átta þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Rúv um það sama.
Þóra Tómasdóttir ræðir við Veru Knútsdóttur sem skorar á RÚV að hætta við keppni, Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóra Rásar 1 og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra
view more