Guðrún Eva Mínervudóttir byrjaði að skrifa sögur eftir að hafa lent á vergangi í Feneyjum sem unglingur. Eftir ævintýralega leit að gistingu endaði hún óvænt í risherbergi með fögru útsýni þökk sé gæsku húsfrúarinnar. Upplifunin leiddi hana á slóðir skáldskaparins sem hún hefur ekki yfirgefið síðan. Guðrún Eva gaf út sína fyrstu skáldsögu Sóley sólu fegri í aðeins 10 eintökum, 1998, og þá síðustu í fyrra, Útsýni, sem líklega kom út í aðeins fleiri eintökum. Hún hefur hlotið og verið tilnefnd til fjölda verðlauna, meðal annars til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Guðrún Eva býr í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi, í strætó eða á rafhjóli. Hún fékk far til okkar í Efstaleitið og verður gestur okkar í Svipmynd í dag. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
view more