Mansal, hvernig birtist það? Hvernig nýta glæpamenn tæknina til að selja fólk mansali og hvað stendur helst í vegi fyrir því að yfirvöldum takist að uppræta þessi mál? Nú stendur yfir stór ráðstefna um þessi mál, að henni standa norræna ráðherranefndin, háskólinn í Reykjavík, mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytið. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjvík og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum ræða þetta. VIð lítum inn á bílaverkstæðið við Ægisíðu, fáum tilfinningu fyrir stemningunni meðal starfsmanna þar og litumst um í þessu forvitnilega kringlótta húsi sem séð úr lofti líkist helst hjálmi. Málfarsmínúta. Jólatré og jólatrjáasala. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fræðir okkur um jólatré og sögu þeirra.
view more