Tvær skýrslur komu út í liðinni viku. Önnur kemur út árlega og hefur gert undanfarna áratugi, en hin er byggð á stórri rannsókn. Báðar snúa þær að kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Sú árlega, skýrsla Stígamóta, sýnir ákveðið umfang kynferðisbrota á landinu, þau brot sem fólk verður fyrir og leitar sér aðstoðar vegna. Biðlistarnir á Stígamótum eru að lengjast, fólk getur þurft að bíða í 10 til 12 vikur eftir viðtölum. Stafrænt kynferðisofbeldi er að aukast og 16 prósent gerenda eru undir átján ára aldri. Hin skýrslan varpaði ljósi á algengi kynferðislega áreitni á vinnustöðum landsins. Um þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta helst gluggaði í skýrslurnar.
view more