Jörð skelfur á Reykjanesskaganum. Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum, börn vakna af værum blundi og kaffivélasvæðin eru aftur farin að einkennast af nokkuð einhæfum spurningum eins og fannstu skjálftann, eða vaknaðirðu í nótt. Og er það vel. Fólk hefur lýst hrinunni í nótt sem þeirri verstu sem það hafi upplifað og heyra mátti að mörgum er brugðið - enda margir skjálftarnir harðir og snarpir. En við erum fljót að gleyma. Í Þetta helst í dag verður aðeins litið til sögunnar á Reykjanesskaganum, kíkt á gamla heimildarmynd um jarðfræðina á svæðinu og rifjað upp skjálftana snörpu árin 1929 og 1968, sem urðu nálægt Brennisteinsfjöllum austan Kleifarvatns. Þeir gerðu nefninlega aðeins meira en að búa til umræðuefni við kaffivélarnar í sumargúrkunni og þrykkja myndum af veggjum.
view more