Hitabylgjurnar sem hafa geisað í Evrópu í sumar hafa kostað þúsundir lífið, brennt heimli fólks, garða, skóga, tún og hæðir. Heilu bæjarfélögin hafa verið rýmd af fólki og dýrum til að bjarga lífi þeirra. Hitinn fór upp í 40 til 43 gráður sumsstaðar í Evrópu í júní, mest þá í Frakklandi, þar sem fjöldi hitameta féllu. Önnur bylgja skall svo á Evrópu um miðjan júlí og hún er enn í gangi, sem teygði sig lengra til norðurs en sú fyrri, alla leið til Danmerkur og Bretlands, en hitinn í London fór yfir 40 gráður í fyrsta sinn í sögunni. Í Þetta helst í dag fer ég yfir hitann í álfunni okkar og reyni að skyggnast inn í framtíðina með Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hann segir viðbrögð alþjóðavísindasamfélagsins við þessum bylgjum ólík því sem hefur oft verið áður, greiningar eru seinni á ferðinni en venjulega, sem hann telur að bendi til þess að fólk sé að klóra sér í hausnum yfir örsökunum.
view more