Jóhann Birnir Guðmundsson er sérstakur gestur í hlaðvarpinu Enski boltinn í dag.
Hann fór ungur að árum til Watford og spilaði í þremur deildum á Englandi, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Í þessum þætti ræðir hann um tíma sinn hjá Watford sem var mjög áhugaverður.
Jói er einnig stuðningsmaður Manchester United og er rætt um stöðu félagsins í þættinum. Þá er farið yfir síðustu leiki í ensku úrvalsdeildinni og stöðu mála í janúarglugganum.
view more