Saga Miðflokksins spannar ekki einu sinni sjö ár, þó að rætur hans liggi miklu dýpra. Flokkurinn hefur verið að bæta við sig svo miklu fylgi í könnunum undanfarið að hann er kominn í sömu tölu og hann fékk í fyrstu Alþingiskosningunum sínum. Hvað er Miðflokksfólkið að gera sem skýrir þessa breytingu? Sunna Valgerðardóttir ræðir við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um merkissögu þessa unga flokks og rýmið sem orðræðan hans hefur fengið nýverið í íslensku samfélagi.
view more