Yrsa Sigurðardóttir glæpasagnadrottning er gestur í Sunnudagasögum að þessu sinni. Hún segir frá jólakúlunum sem hún safnar, hvernig hún hlustar á hryllingsmyndir á meðan hún skrifar glæpasögur, verkfræðinni, munnlegu prófi í MR, dvöl sinni í Kanada og ótrúlegu láni þegar minnstu munaði að dóttir hennar lenti í skelfilegu slysi. Slík var heppnin þann dag að hún segist aldrei þurfa að lenda í neinu láni aftur.
view more