Í seinustu þáttum höfum við verið að fræðast um yfirnáttúrulegar verur, t.d. drauga og ýmsa flokka af þeim, vampýrur, nornir og varúlfa, smá svona hryllingsþema hjá okkur og í dag ætlum við að ljúka þessu með því að fræðast um sögu hrekkjavökunnar eða halloween eins og hún heitir á ensku. Hrekkjavakan er alltaf 31. október, ár hvert, og er sem sagt á laugardaginn svo að það er ekki eftir neinu að bíða en að kynna okkur sögu þessarar hátíðar sem oft er tengd við Bandaríkin en er í raun ekki þaðan eða alla vega ekki öll saga hennar.
view more