Töluverður fjöldi fólks kemur hingað á hverju ári til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða: skoða hvali og kindur, borða hvali og kindur, baða sig í heitu vatni, horfa á norðurljós og eldgos, taka selfie við Hallgrímskirkju, fara varlega í Reynisfjöru og valhoppa á milli mathalla. En inn á milli venjulegu ferðamannanna leynast auðkýfingar sem vilja eitthvað örlítið extra. Ísland er vinsæll áfangastaður ríka og misfræga fólksins í heiminum sem hefur vanist því að fá aðeins það besta, dýrasta og flottasta þegar það er að ferðast. En hvar sefur þetta fólk þegar það kemur til Íslands? Hvar eru velmegunargististaðirnir og hvað þarf til að fá þessar miseftirsóttu fimm stjörnur? Hvað er í kortunum í lúxushótelbransanum? Sunna Valgerðardóttir skoðaði stjörnuhótel landsins í þætti dagsins, sem var upphaflega á dagskrá í janúar 2023.
view more