Stúdentar hafa sýnt Palestínufólki samstöðu víða um heim með mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gaza. Alda samstöðumótmæla stúdenta sem hófst við Columbia háskóla í New York um miðjan apríl hefur nú breiðst út um háskóla víða í Evrópu. Tjaldbúðir má sjá á háskólalóðum í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi og fleiri löndum.
Að mestu leyti fara þessi mótmæli friðsamlega fram, en athygli hefur vakið að lögregla hefur brugðist við af mikilli hörku, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Í þættinum er rætt við Veigar Ölni Gunnarsson meistaranema í Hollandi og Silju Báru Ómarsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.
view more