Fyrr í mánuðinum var lofthreinsiverið Mammoth sem svissneska fyrirtækið Climeworks starfrækir ræst við virkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði. Þar verður innan skamms hægt að fanga allt að 36 þúsund tonn af koltvísýringi á ári úr andrúmsloftinu sem svo er dælt niður í jörðina þar sem hann binst við berglög. Þar kemur Carbfix til skjalanna sem býr yfir tækni sem gerir það kleift. Við ætlum að ræða þetta við Ólaf Elínarson samskiptastjóra Carbfix.
Í sumar útnefnir Skógræktarfélag Reykjavíkur hverfistré Reykjavíkur, í öllum tíu hverfum borgarinnar og hefur óskað eftir tilnefningum frá íbúum og áhugafólki. Við ætlum að tala um trén í borgarlandinu við Auði Kjartansdóttur framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Við heyrum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í Vísindaspjall.
view more