Í þætti dagsins ræðum við við Benedikt Kristjánsson tenorsöngvara og listrænan stjórnanda Sumartónleikar í Skálholti; tónleikaraðar sem hefur verið starfandi frá árinu 1975.
Freyja Þórsdóttir flytur pistil þar sem hún veltir fyrir sér þroska og einlægri nánd með hjálp grísku goðsagnarinnar um Pygmalion.
Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, tekur saman fjögurra pistla seriu sem hún hefur flutt undanfarnar vikur um félagslegt húsnæði og uppbyggingu þess og lýkur hugleiðingum sínum á því að ræða um Híbýlaauð, hóp sérfræðinga sem að eigin frumkvæði hefur tekið sig saman til að bæta og styrkja umræðu og gæði húsnæðisuppbyggingar á Íslandi.
Einnig heyrum við af tveimur nýjum bókum, Hrein eftir Aliu Trabacco Zerán og Drottningarnar í garðinum eftir Caliu Sosa Villada.
view more