Hið árlega Útvarpsþing var haldið hér í útvarpshúsinu í dag. Því lauk núna rétt áður en við hófum útsendingu. Á þinginu er fjallað um ýmislegt sem snýr að fjölmiðlum, og kannski sérstaklega Ríkisútvarpinu. Í ár var yfirskrift þingsins fjölmiðlar og fræðsla Við fáum til okkar tvö þeirra sem héldu erindi á þinginu, Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra hjá Fjölmiðlanefnd og Ingunni Láru Kristjánsdóttur, fréttamann og verkefnastjóra fréttaþjónustu á samfélagsmiðlum RÚV. Þeirra erindi fjölluðu einna helst um samfélagsmiðla, í breiðum skilningi. Við ræðum við þau hér í upphafi þáttar.
Hvernig upplifa Palestínumenn hér á Íslandi orðræðu og umfjöllun um árásir Ísraelsmanna á Gaza og Líbanon? Við ræðum við Fidu Abu Libdeh, stofnanda og framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins Geosilica. Hún fylgist með hryllingnum í heimalandinu úr fjarlægð.
Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, ræðir kefír og múmíur í spjalli dagsins.
Tónlist:
Hjálmar - Allt er eitt.
HATARI - Klefi _ Samed (ft. Bashar Murad).
view more