Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: Elísabet Ólafsdóttir Í þessum þætti reynum við að finna perlur tíunda áratugar síðustu aldar. Lögin sem voru vinsæl en hafa horfið af spilunarlistum útvarpsstöðva og annara miðla. Nokkrir íslenskir tónlistaráhugamenn rifja skemmtilegar minningar, sögur og perlur sem erum þeim kærar og eiga heima á hvaða níu spilunarlista heimsins. Nýjar brakandi Gleymdar Perlur Níunnar mættar í hlaðvarp ruv og á helstu podcastveitur heims, (Beta Rokk) Dansarinn úr Hafnarfirðinum, sem beið eftir að verða uppgötvuð í herberginu sínu segir sögur frá tíunda áratugnum með nokkrum vel völdum gleymdum dægurlagaperlum frá sama áratug. Plötusnúðurinn í Víðó, fötin frá Ammríku, sleikirnir, #metoo, Páll Óskar og brjálaða paunkdrottningin Á túr. Skemmtilegar sögur frá skemmtilegri konu um skemtilegan tíma. Skemmtilegur þáttur
view more