Gunnlaugur Helgason, Gulli Helga eða ÞjóðarGull(i) eins og Spekingar kalla hann er gestur okkar þessa vikuna. Gulli er bæði frábær smiður og fjölmiðlamaður en bestur þegar hann er í báðum hlutverkum samtímis. Fröken útvarp bauð Gulla upp í dans árið 1984 og dansa þau ennþá saman, nú alla virka morgna á Bylgjunni. Eftir mjaltir skellir Gulli sér í smíðasvuntuna og bregður sér í raunhagkerfið eða tekur upp innslög fyrir einn vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, Gulli byggir.
Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.
Create your
podcast in
minutes
It is Free